Þetta er mun flóknara en nokkurt Windows mun vera enda þarftu að gera allt sjálfur.
Það er svo magnað þegar menn koma inn með svona komment, því þett er svo rangt í eðli sínu. Linux er ekki flóknara en windows - það er bara allt önnur og fullkomnari högun og hugmyndafræði sem liggur að baki kerfinu.
Mörgum reynist erfitt að átta sig á því hvar gögnin sín liggja þar sem breytingin frá því að nota drifbókstafi í Windows yfir í að nota mountpunkta er stór. Þegar maður hins vegar lítur á það hlutlaust er það einfaldlega svo að mountpunktakerfið er mun einfaldara, gegnsærra og þægilegra í notkun heldur en að binda sig við drifbókstafi.
Annað sem fólk lendir oft í að telja “óþolandi” við linux er hvað það getur verið mikil vinna að fá inn vélbúnað. Það má að mörgu leiti til sanns vegar færa, en menn verða líka að gera sér grein fyrir því að mikið af þeim vélbúnaði sem menn eru að reyna að fá af veikum mætti í gang í linux eru hlutir eins og þráðlaus netkort sem eru supportuð eingöngu á windows. Það sama gildir með vefmyndavélar sem margar eru bara supportaðar á windows. Það sem er þá að gerast er að hardware spekkarnir fyrir vélbúnaðinn eru ekki opnir og þá er nær ómögulegt að skrifa réttan og eðlilegan driver fyrir vélbúnaðinn. Það er ástæðan fyrir því að hluti vélbúnaðar (ódýra draslið) virkar illa með linux.
Hins vegar fæst risavaxinn kostur með því að hafa ekki stóran driver database sem fylgir sjálfkrafa með kerfinu. Ástæðan fyrir hrungirni windows má að miklu leiti rekja til lélegra drivera sem fylgja með kerfinu. Það vandamál er ekki til staðar í linux þar sem flest allir driverar eru open source og því lagaðir af samfélaginu í heild.
Það er pointless umræða að tala um linux sem flóknara en windows. Mönnum finnst það flóknara vegna þess að þeir eru vanir höguninni í windows og farnir að líta á hana sem “eðlilega”. Ímyndið ykkur bara ef þið hefðuð aldrei séð annað en linux og mynduð svo prófa windows - það er óhætt að segja að þá mynduð þið kasta upp af ógleði yfir því hvað það gerir.