sýndu mér smá source af einhverri síðu hjá þér ég gæti hjálpað. Segðu mér hvernig þú býrð til HTML skrár með hvaða forriti og fleira þetta gæti hjálpað!
Bætt við 7. ágúst 2007 - 15:59
ég giska á samt að þú notar venjulegan textaritil (gedit með gnome) eða (kate með kde) og ég giska á að þú hafir ekki fattað eitt með hvernig Linux vistar skrár á tölvuna.
Venjulega sem (default) þá vistar Linux allar textraskrár með UNIX charachter setup og þar kemur vandamálið. Þú þarft að opna textaskrána með Kate og fara í charset stillingarnar með því að búa til nýtt File Type í stillingunum þar.
Þú gerir bara afrit að einhverju öðru File Type og breytir svo nafni, extension (.html, .php, etc.) og setur charset iso-8859-1 í auka stillingar.
Ég man ekki alveg nákvæmlega hvernig þetta er gert , en ef þetta hjálpar ekki þá mun ég opna kate stillingarnar hjá mér sem fyrst um leið og ég kem heim.
! allavega þá hjálpar það bara að vita að Linux vistar allar textaskrár í UNIX charset, en Windows vistar þær allar í 1259 eða iso-8859-1 ég man ekki alveg.