Ég er að nota Ubuntu 7.04 og tengdi external harðan disk (USB) við tölvuna. Drifið mountast undir /media/drfið en mountast alltaf sem read only, þannig að ég get bara skoðað innihaldið en ekki sett neitt inn á það.
Diskurinn er NTFS og virkar ef ég tengi hann við windows.
Ég er búinn að prófa chmod sem root og reyna að breyta réttindum í gegnum gluggakerfið en ekkert virkar.
Kann einhver ykkar lausn á þessu ?