Því var ég að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að setja inn grein á huga, þ.e.a.s. ef einhver vill taka það “project” að sér að gera bara grein um hvernig við nýgræðingarnir lifum af?
T.d. er ég núna að reyna að setja upp driver fyrir skjákortið mitt, spila .mp3, .mpeg og margt margt fleira. En það vill svo til að ég þarf alltaf að sækja forritin og skrifa svona ákveðin “commands”. Eins og ég las á skjákorts síðu: “NOTE: After you download EasyUbuntu, PLEASE run the following commands:”.
Ég sem var að setja upp Linux veit að sjálfsögðu ekkert um hvernig þetta virkar en mig langar að læra. Svo fyrir neðan NOTE þá stendur, "wget -q http://medibuntu.sos-sts.com/repo/medibuntu-key.gpg -O- | sudo apt-key add -“.
Já ókey? Á ég að skrifa þetta hvar? Í browser? Notepad? Uhm.. maammmaaaa…
Þannig eins og ég segi að ef það gæti einhver tekið sig til og skrifa grein sem segir t.d.
—
Til að segja upp Linux uBuntu ferðu á /vefsida/.
Þú skrifar þetta á disk sem .iso format. Ath. að M5SUM verður að vera sú sama og sú sem var á vefnum og sú sem þú skrifar. - E.t.v. lýsa því með nokkrum orðum hvernig eða hvar maður getur sótt forrit til að skoða þetta.
Þegar þú ert búin að skrifa diskinn og gera afrit af þeim gögnum sem þú vilt eiga skaltu endurræsa tölvuna með diskinn sem þú varst að skrifa. Þá kemur upp gluggi með 5 valmöguleikum. Þar getur þú athugað hvort minnið þitt sé ekki í lagi. Athugað diskinn. Og þegar það er búið skaltu keyra ”Start and install uBuntu“.
Núna getur þú séð hvernig þetta Linux er. Ath. Þú ert ekki búinn að setja það upp. Þegar þú ert tilbúin/nn að setja það upp skaltu keyra ”Install“ sem hægt er að finna á desktopinu þínu. Núna þarftu að skrifa hvað tölvan á að heita. Lykilorð og velja tungumál. Einnig geturu valið um hvort þú vilt skipta harðadisknum í 2 parta. Ef þú vilt eiga Windowsið enþá. Ef þú vilt henda öllu út og setja Linux upp á tölvuna sem main system þá veluru ”Erase entire disk and install uBuntu“.
Núna er bara að bíða..
// Ég held persónulega að þetta væri einhvað sem ætti að kallast einfaldlega ”Að setja upp Linux, algjör byrjendahjálp. Þetta var einnig alveg þvílík details og hefði þetta t.d. hjálpað mér big time því installið mitt stoppaði alltaf á 4% einfaldlega afþví diskurinn var corrupted.
// Síðan væri kannski hægt að skrifta greininni í annan part. T.d. “Ég er kominn með Linux, hvernig get ég spilað .mp3, leiki ofl. Þá yrði sýnt í þessari grein eftirfarandi.
- Byrjað væri t.d. að útskýra aðeins hvernig maður eigi að keyra ýmsar skipanir sem maður þarf að ég haldi alltaf að gera þegar maður setur einhvað upp á Linux.
Þú ferð á /vefsíða/ til og sækir /pakki/. Þegar það er komið oppnaru /commandmenu/ og skrifar inn /skipun/. Svona gerum við þegar við erum beðin um að setja upp einhverja skrá/forrit.
—
Eins og ég segi. Ég kall 0.2 á Linux og því er þetta sjálfsagt hálf ”kjánalegt" það sem ég skrifaði hér að ofanverðu en ég er viss um að einhvar Linux-Gúrú hér skilji hvert ég sé að fara með þetta.
Takk fyrir mig.
Bætt við 2. apríl 2007 - 23:06
Ég kall 0.2 á Linux- Kann
einhvar Linux-Gúrú- Einhvað
—
Sjálfsagt plenty stafsettningarvillur hérna. =)