Til að setja upp ndiswrapper seturu Ubuntu diskinn þinn í tölvuna og slærð inn;
sudo aptitude install ndiswrapper-utils
Ætti að vera nóg. Ndiswrapper er svona Linux forrit sem notar windows drivera til að keyra áfram þráðlaus netkort. Mjög sniðugt.
Síðan þarftu náttúrulega Windows driverinn. Hann ætti að samanstanda af nokkrum fælum sem enda á .sys, .inf og kannski .bin eða .cat. Það sem ég held að þú þurfir að gera (eða það sem ég geri alltaf) er að prófa að installa öllum þessum fælum, einn fyrir einn og tjekka hvort það virki. Sá process er einfaldur.
## Til að fá lista yfir alla installaða drivera (í gegnum ndiswrapper)
ndiswrapper -l
## Til að installa driver sem heitir <driver>
sudo ndiswrapper -i <driver>
## Til að henda út driver, sem heitir líka <driver>
sudo ndiswrapper -e <driver>
Það þarf að standa ‘driver installed, hardware present’ þegar þú slærð inn ndiswrapper -l ef þú hefur fundið réttan driver.
Síðan held ég að þú getir notað ifconfig eða iwconfig til að stilla kortið.
Þú getur prófað þetta, en ég veit samt ekkert hvort ndiswrapper virkar með þessu korti.
http://support.asus.com/download/download_item.aspx?product=11&model=WL-160g&SLanguage=en-usHérna er driver síða fyrir WL-160g, hún var samt í tómu tjóni þegar ég reyndi að sækja driver þaðan. Ef þú átt hann á diski geturu líka notað hann.