Jæja, núna er tími til kominn að setja upp Linux… :)
Hins vegar langar mig að bera undir ykkur hvernig ég hef hugsað mér að gera það, þar sem þetta er í fyrsta skiptið sem ég set upp Linux….er að ná í 7.2 núna.
Ég er með Windows 2000 Pro á C:, svo er ég með annan disk sem er skipt niður í 2 partition, eitt sem er ætlað fyrir Linux (F:), 2 gíg, og annað fyrir allskonar krapp (G:). Er ekki bara málið að setja upp Workstation á F: og ræsa svo Linux með boot diskettu, eða er einhver önnur leið að gera þetta?
Vitið þið um einhverja síðu sem fjallar um það að setja upp Linux á annan harðan disk en Win 2k Pro er á?
Er einhver hætta á því að fokka upp C: þegar maður er að setja upp Linux á F:?
FramtíðarLinuxNotandi.