Reyndar er eitthvað sem er svipað því sem þú ert að leita að. Reyndar er það svolítið mismunandi eftir afbrigðum hvar þessir hlutir eru geymdir.
segir þér meira um það.
Forritin sjálf (keyranlegu skjölin) eru geymd í /bin, /usr/bin, /usr/local/bin (oftast bara því fyrsta í linux). Forrit til að stjórna kerfinu (oftast bara keyrð af rótarnotanda) eru geymd í /sbin, /usr/sbin, /usr/local/sbin.
Stillingar eru geymdar í /etc, /usr/etc eða /usr/local/etc.
Allt sem tengist notanda (t.d. prófælar í forritum) er geymt á heimasvæði þeirra, oftast í földum möppum (byrja á punkti, t.d. .mozilla).
Mundu svo bara man skipunina og locate (locate er rosalega mikilvæg til að leita að skjölum). Til að nota locate gerir þú eitthvað eins og:
Eini gallinn við þetta er að núna færðu líka /home/foo/nafn á skrá/eitthvað/skrá. Til að fá bara skrár sem heita þessu geturðu gert annað af þessu:
locate nafn | grep "\/nafn$"
eða
Báðar þessar skipanir nota regex til að finna slóð að skrá sem endar á /nafn