Eins og titillinn gefur til greina vantar mig hjálp með að setja upp Ubuntu á tölvunni minni. Þetta er í fyrsta skipti sem ég reyni að nota linux, þannig að ég veit svoldið lítið um þetta.

En vandamálið er það að þegar ég reyni að instalera Ubuntu þá slekkur skjárinn á sér sjálfkrafa þegar status bar-inn er alveg að klárast í byrjun uppsetningar. Ég hef farið í valmöguleikann í upphafskjánum sem gáir að ‘disc defects’ og kemur þar upp að ekkert sé að. Geta má að ég er með Acer aspire 1690 fartölvu, ef það kemur málinu við.

Þetta vandamál er einstaklega leiðinlegt og væri ég mjög þakklátur til þeirra sem geta hjálpað mér.

-Darthie