Ég hef ekki prufað CentOS (aðallega skortur af tölvum sem á sök á því :().
Prufaði Ubuntu Server einu sinni, eins og þú segir þá fannst mér það nokkuð nett, er að keyra Ubuntu Edgy á fartölvunni minni og fíla þetta kerfi í tætlur.
Fedora get ég ekki ímyndað mér að sé gott í server, fílaði ekki ýmsa hluti við það þegar ég notaði það fyrir ca. ári, má vera að búið sé að bæta úr því en ég veit ekki.
Hvað finnst þér um Gentoo? Ég prufaði það einhverntíma (ekki sem server) finnst það frekar óskipulagt (kannski var það bara ég sem gerði það þannig, mér finnst samt að stýrikerfið eigi að hjálpa smá í þessum málum). Svo er Gentoo server á vefsíðu sem ég er að gera, margt þar sem ég kann ekki nógu vel við, en það getur líka verið ‘kerfisstjóranum’ að kenna.
“If it isn't documented, it doesn't exist”