Held að þú ættir frekar að reyna að fá ndiswrapper til að virka með þessu korti. Þegar driverar eru ekki í dreifingu þá er það yfirleitt vegna þess að þeir eru ekki mjög “þroskaðir”.
Þú þarft hugsanlega kmod-ntfs til að lesa ntfs skráakerfi ef þú hefur formað diskinn sem slíkan.
Best að tengja vélina bara með snúru til að byrja með meðan verið er að fá hlutina til að virka.
Þannig byrja á að fara á
http://rpm.livna.org og fylgdu leiðbeiningum þar fyrir yum tenginga við livna.
Eftir það ættir þú að geta gert yum install ndiswrapper
Og yum install kmod-ntfs til að geta lesið af ntfs skrákerfi.
Svo þarftu að setja upp windows driverinn
þarft .inf skrárna og .dll skrána sem þú ert eflaust með á diskinum.
ndiswrapper -i skra.inf mynnir mig að sé til að setja inn driver, (man ndiswrapper til að fá leiðbeiningar)
svo ættir þú bara að geta gert modprobe ndiswrapper og þá ætti netkortið að vera komið í gagnið.