wineX
Ég er að forvitnast hvort einhver ykkar, góðu vinir, hafi reynslu af wineX eða hvað sem það nú heitir. Ég veit að það er notað aðallega til að keyra Windows leiki á Linux-vélum en langar að vita hvort þetta komi nokkurn veginn til gagns í tilviki annars konar forrita, t.d. M$ Word. Ég veit að það er ekki ókeypis, en wine hefur mjög takmarkað notkunarsvið, svo langar að kynnast fleiri forritum af þessu tagi.