Held það sé mikið minna vesen að setja upp AIGLX, a.m.k. ef þú ert með nvidia skjákort því þá þarftu nánast bara að setja upp nvidia driverinn og stilla smá (í staðinn fyrir að vesenast með XGL til viðbótar). Getur notað Compiz og Beryl með hvoru tveggja (þ.e. AIGLX og XGL).
Ég nota sjálfur beryl sem default window-manager á ubuntu edgy með aiglx og nvidia skjákorti og finnst það alveg þokkalega stöðugt. Ef eitthvað fer svo úrskeiðis skiptir vélin venjulega sjálfkrafa yfir aftur í metacity (eða kwin ef þú notar kde) með hjálp beryl-manager forritsins.