Það er ekkert mál að hafa íslenska stafi í hreinu X. Raunar ætti það að virka án vandræða ef íslenskan virkar í KDE, en maður veit aldrei…
Mér dettur tvennt í hug, sem gæti verið að hjá þér:
1. Þú gætir verið með vitlausa lyklaskipan uppsetta (t.d. ameríska lyklaskipan). Þú getur séð það á því að skoða stafi sem eru á mismunandi stöðum í ólíkum lyklaborðstýpum. T.d. gefur Shift-2 gæsalappir á íslensku, en at-merkið í ensku lyklaskipaninni. Þetta má laga t.d. með því að búa til .xmodmaprc skrá sem hleður inn íslensku lyklaskipaninni. Sjá t.d. ‘man xmodmap’.
2. Ef íslenska lyklaskipanin er í lagi, þá gætirðu hugsanlega verið að nota leturgerð sem styður ekki íslenska stafi. Prófaðu að nota einhverja af ISO8859-1 leturgerðunum. Þú getur fundið þær í /usr/X11R6/lib/X11/fonts/ eða á sambærilegum stað.
Ég vona að þetta hjálpi.