Herra,
Ástæðan fyrir að maður nennir ekki að koma með rök er einungis það að þú grefur undan hlutunum á þess að það sé neitt á bakvið það. Þú segir X og ef einhver segir Y þá er hann bara að rugla því þú prófaðir Y einu sinni og varts ekki sáttur, hence Y er rusl og því þarf ekki að ræða það nánar.
Það er sem brilliant við Linux er að fólk hefur val og getur prófað það sem er í boði og ákveðið hvað hentar þeim best. Það þarf ekki einhverja plebba til að segja fólki hvað er best að þeirra mati. Þó ég er hlynntur því að hugbúnaður er borinn saman á jafnréttis grundvelli. Því miður er það þó sjaldan raunin.
Ég ætlaði mér ekki að fara út í einhverjar varnir á KDE þar sem ég sé enga ástæðu til þess. Smekkur og þarfir fólks eru mismunandi. Besta leiðin er að fólk prófi það sem er í boði og ákveði fyrir sig hvað hentar þeim best. Það er engin ástæða fyrir sífeldu ranti út í bláinn til að þvinga fólk til að nota það sem þér þykir best.
Ég ætla að byðjast afsökunar á frekar hörðum orðum hérna fyrir ofan. Stundun fær maður bara nóg.
Ég verð samt að commenta á eitt (eða tvennt?), hvernig færðu út að það er leiðinlegra að stilla KDE?
Í fyrsta lagi þá þarf maður í mörgum tilfellum að opna terminal til þess að slá inn vafasamann gconf editor til þess að stilla hluti í Gnome. Aftur á móti eru sömu hlutir einfaldlega stilltir í KDE Control Center þar sem ALLAR stillingar eru á einu stað. Veistu, stundum gera Microsoft hlutina rétt. Ég veit að það er erfitt fyrir suman að horfast í augu við sannleikann.
Síðan tönglast þú á að KDE er slow… en áður varstu að segja að fólk notaði XFCE því annað væri svo slow. Þversögn? Skil ekkert í því hvernig ég get notað KDE á garminum mínum…
Einnig ætla ég að benda þér á það frá eigin reynslu að Gentoo er mjög góður staður til að byrja í Linux ef áhuginn er fyrir hendi. Nýliðar læra ótrúlega mikið á að fara í gegnum eitt Gentoo install. Þó þeir endi með að installa Ubuntu, þá eru þeir strax orðnir mun færari á Linux helur en þeir verða á löngum tíma með Ubuntu.
Sjálfur nota ég Kubuntu í alla vinnslu, eingöngu vegna þess að ég hef ekki tíma í að standa í einhverju braski sem skilar mér engu.
Linux is only free if you dont value your time