Sælinú
það er helv. góð grein á wikipedia
http://en.wikipedia.org/wiki/X_Window_Systemmeð myndum og öllu.
Í stuttu máli er X, eða X windows server rammi utan um það hvernig grafík og gluggar og svoleiðis er teiknað í Linux, unix eða BSD. Það skilgreinir ákv. interface við gluggakerfi eins og KDE og forrit sem þú notar. Kannski er þetta ögn flóknara þegar maður bætir við stærðum eins og QT og sleppum því núna.
Hið yndislega kerfi Linux og viðmóti við það má skipta upp í terminala - eða útstöðvar. a.m.k. 7 þessara útstöðva eru svo aðgengilegar beint á tölvunni þinni. X-server er yfirleitt á það sem ég vil kalla útstöð 7.
Prófaðu bara að ýta á ctrl-alt-F1 til ctrl-alt-f7. Þá tekur þú eftir því að þú ert með 6 gamla góða command prompta og á F7 lifir grafíkin þín- eða X-serverinn.
Stundum frís X-serverinn eða KDE/gnome. Það þýðir ekki að stýrikerfið sé frosið. Þú getur yfirleitt ýtt á t.d. ctrl-alt-F1 og loggað þig þar inn. Þegar þar er komið við sögu þá getur þú t.d. endurræst X-servernum án þess að endurræsa tölvuna. Nú eru eflaust fleiri aðferðir en ef ég man rétt þá var ein þeirra: “sudo init 3” og þá held ég að slökkni á X-server. Svo gerir maður “sudo init 5”. Ég manettekki - Ofurhugarnir leiðrétta þetta eflaust og uppfæra skv. nýjust tækni og benda á betri leiðir.
hmmm - lengra en ég ætlaði. Hætti þessu rausi núna.
Kv.
Jón F.
Bætt við 10. janúar 2007 - 16:04 Já og svo má nota kill og ps -u user á terminal til að drepa óþekk forrit og þá lifnar oft X-server við aftur. Stundum getur maður einnig tengst í gegnum netið þó allt virðist frosið með ssh og drepið leiðinarforritið og allt í gúddí aftur - Eat that windows.