Ég vænti þess að þú sért með Red Hat.
Red Hat er fínt á lappa til þess að komast að því hverslags vélbúnað maður er með, því að oft á tíðum getur verið erfitt að komast að því, jafnvel með manuölum og vefsíðum og dóti.
Ég er einmitt með Dell Inspiron 5000 ferðavél og hið prýðilega netkort Xircom R2BE, sem er fínt að öllu leyti nema að Windows-reklarnir eru mesta rusl sem ég hef komist í, en hverjum er svosem ekki sama um Windows? ;)
Allavega. :) Þú þarft að innsetja CardBus modúlinn (eða vistþýða hann beint í kjarnann, ef þú vistþýðir kjarnann sjálfur), og mjög líklega i82365 modúlinn líka (sama saga með vistþýðinguna).
Þessa modúla ættirðu að geta sett inn með eftirfarandi skipunum (í þessari röð):
# modprobe cardbus
# modprobe i82365
Ef hún finnur þetta ekki, leitaðu í /lib/modules/[útgáfan-af-kjarnanum þínum]/, þar ættirðu að finna *.o skrár sem heita nöfnum sem eru lík ‘cardbus’ eða ‘i82365’.
Eftirfarandi er klippt úr upplýsingahluta kjarnans um modúla:
— BEGIN QUOTE —
CONFIG_CARDBUS:
CardBus is a bus mastering architecture for PC-cards, which allows for 32 bit PC-cards (the original PCMCIA standard specifies only a 16 wise bus). Many newer PC-cards are actually CardBus cards.
To use your PC-cards, you will need supporting software from David Hinds' pcmcia-cs package (see the file Documentation/Changes for location).
If unsure, say Y.
— END QUOTE —
Það er bull reyndar að þú þurfir “pcmcia-cs”-pakkann, ef þú ert að nota 2.4.x kjarna. Þú þarft hann hinsvegar ef þú ert að nota 2.2.x kjarna, sem er einmitt ekki með Red Hat 7.1 og nýrri. Enginn hefur greinilega nennt að þrífa upp þennan hluta hjálparinnar í 2.4.x kjarnanum.
— BEGIN QUOTE —
Say Y here to include support for PCMCIA and CardBus host bridges that are register compatible with the Intel i82365 and/or the Yenta specification: this includes virtually all modern PCMCIA bridges. “Bridge” is the name used for the hardware inside your computer that PCMCIA cards are plugged into. If unsure, say Y.
— END QUOTE —
Ef þessu mætti dæma að þú þyrftir báða modúla.
Þess má geta að Red Hat dreifingar innihalda alla þá kjarna sem þú átt að þurfa, og þá er alla hægt að hlaða með ‘modprobe’ forritinu, eins og sýnt er hér að ofan.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is