Það sem mér finnst þægilegt við Linux framyfir windows er helst hversu auðvelt er að finna forrit (ef þú ert með distró eins og ubuntu, gentoo, fedora (eða bara eitthvað af þessum stóru)) þá þarf ekki annað en að skrifa kannski…
Og þú ert kominn með mjög fínann textaritil á engri stundu. Eða:
Og þú ert kominn með Wine is not emulator á svolítið lengri stundu þar sem gentoo vistþýðir allt.
Annað sem mér finnst rosalega þægilegt er að hafa almennilega skipanalínu (Microsoft DOS er ekki alveg að gera sig á 21. öldinni). Líka það sem er ‘bundlað’ með linux er miklu fullkomnara en með windows, t.d. tók það mig ca. klukkutíma að setja upp ubuntu á fartölvu bróður míns (með því að setja upp þráðlausa netkortið sem tók kannski lengstan tíma) eftir að windows týndi allt í einu á mjög dularfullan hátt einhverri keyrsluskrá sem það þarfnast.
Það sem oftast er nefnt sem helstu kostir við *nix stýrikerfi (linux, bsd o.fl.) er svona ‘networking abilities’, það er s.s. oftast mun einfaldara og öruggara að keyra netþjónustur á þessum stýrikerfum og svo er annað sem oftast er nefnt uppitíminn og stöðugleikinn (hægt að ná því líka með windows en ég held það sé nokkuð erfitt).
Nú nota ég linux á fartölvunni minni og ég ætla bara að vara þig við, ég er með þráðlaust netkort sem voru bara búnir til ‘official’ reklar fyrir windows stýrikerfi. Það eru til linux reklar (sem einhver indæll gaur útí heimi gerði) en þeir eru ekki alveg fullkomnir svo að þráðlausa netkortið er oft að valda manni óþægindum, en fyrir utan það er ég að fíla linux alveg í tætlur.