Windows emulator? Er það til? Ég hef aldrei séð svoleiðis allavega. :)
En ég vil nú ekki vera að niðra þig sökum orðabragðs, félagi og bróðir. Þú ert væntanlega að tala um sýndarvélar. Og þá væntanlega sýndarvélar sem geta keyrt Windows.
Það sem myndi flokkast sem sýndarvél, væri til dæmis VMWare. Það sem myndi flokkast sem hermir (emulator) væri Bochs. En Bochs hermir ekkert eftir Windows frekar en hverju öðru, heldur standard PC vélbúnaði.
Ég ætla að taka fyrir þrjá hluti. VMWare, Wine og Bochs.
VMWare er þrælsniðugt tól, en það sem verra er, er að það kostar peninga. Ég hef notað það í vinnu, en heima fyrir hef ég þá ströngu reglu að nota ekkert sem er ekki open-source. (Það má alveg kosta peninga, bara á meðan það er open-source líka.)
VMWare er sniðugt vegna þess að það styður, að ég held, öll Windows kerfin. Gallinn er að sjálfsögðu hægvirkni eins og fylgir sýndarvélum nánast óhjákvæmilega, en góð leið ef maður *þarf* að komast í Windows af einni eða annarri ástæðu. Það er mikið af góðum fítusum, svosem að geta notað bara /dev/hda1 t.d. sem skrá (eins og UNIX býður alltaf upp á). Eini gallinn sem ég sé raunverulega við VMWare er að hann kostar peninga, svo að ef það er ekki fyrir þér, mæli ég eindregið með því. Ég veit ekki til þess að VMWare sé til fyrir neitt nema Linux á X86 örgjörva, en þess er líklega óþarfi að geta að langflestir sem nota Linux, nota einmitt X86 örgjörva.
Wine stendur fyrir “Wine Is Not an Emulator”, sem undirstrikar fyrri orð mín um mikilvægi nákvæmni í Linux. Þó er Wine, ólíkt hinum, sér til þess gert að herma eftir Windows og myndi því líklega falla undir Íslensku skilgreininguna “hermir”. Wine hermir eftir API-köllum Windows kerfisins, og leyfir þér að keyra Windows forrit eins og þau séu fyrir X Windows. Ég keyrði mIRC í gamla daga alltaf í Wine, áður en X-Chat varð það prýðisforrit sem það er í dag. Wine áttu líka að geta notað til að keyra 16-bita útgáfu af IE, en ég hef reyndar aldrei prófað það sjálfur. Virkar fyrir fjölmörg forrit, en *getur* verið vesen að stilla almennilega fyrir forrit sem eru undarleg að einhverju leyti. Wine getur, en þarf þess reyndar ekki, notað skrár úr upprunalegu Windows kerfi til að aðstoða sig. Það mætti vel segja mér að það hjálpaði, en þá helst kannski til að afkóða myndasnið og slíkt. Wine er open-source.
Bochs er raunverulegur PC hermir. Hann er open-source og seinast þegar ég vissi studdi hann a.m.k. Windows NT (sem er einmitt að mínu mati skásta Windows stýrikerfið), sem bendir til þess án þess að lofa því, að hann styðji Win2K líka. Hann á að geta keyrt á nánast öllum örgjörvum, og ég býst við að hann keyri á öðru en Linux líka. Hann notar maður ef maður ef maður vill nota Windows þegar maður er að nota Linux á Mackavél, til dæmis. Ég þekki ekki helstu kosti þessa fyrirbæris, en ég þekki sko heldur betur helsta gallann, og hann er sá að það getur verið FOKKING ÓÞOLANDI að stilla krílið. Þegar það er síðan komið í gang og farið að keyra Windows hef ég heyrt að það gangi eins og í sögu, en ég gæti ekki sagt þér það út frá persónulegri reynslu.
Ég vona að þetta svari spurningu þinni að einhverju leyti. :)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is