Well, ekki vil ég sjá bull innsetningarferli í KDE eins og tilfellið er með GNOME.
Ximian GNOME virðist bara styðja ákveðnar dreifingar, vegna þess að ef það er minnsta ósamræmi í gangi á vélinni, þá neitar draslið að innsetja, sem er að sjálfsögðu út í hött. Ég segi það núna eins og áður, að Linux *er ekki* fyrir mömmur og smábörn, og má ekki verða það. Með þeirri þróun glatast sú áhersla sem hefur lagt grunninn að því að Linux og Linux hugbúnaður er svona góður.
Það eru til nokkrar aðferðir til að setja inn GNOME. Ef maður er ekki með Debian eða RPM-byggða dreifingu, er það hreinasta helvíti að setja dótið inn. Source pakkarnir eru *grilljón*, og maður fær sama og engar upplýsingar um í hvaða röð hlutirnir eiga að koma, og *mjög* oft koma dependency af pökkum sem maður finnur hvergi á Netinu! Sem er auðvitað algerlega út í hött. Það er *svo* mikið af dependencyum með GNOME líka, sem er mjög óskynsamt, vegna þess að maður þarf að niðurhlaða og vistþýða í tvo daga áður en maður nær að setja inn grunnpakkana að GNOME.
Þá taka Ximian menn upp á því að búa til eitthvert innsetningartól sem að sjálfsögðu getur ekki ráðið við sourcinn eins og maður hefði haldið, heldur bara ákveðna binary útgáfu. Kunnugir vita að með einhverjum sérstökum binary útgáfum er meiri hætta á ósamhæfni heldur en ef maður vistþýðir beint frá source kóða. Mér virðist til dæmis engan veginn vera fært að setja upp GNOME á ROOT Linux boxið mitt, vegna þess að Ximian hafði ekki fyrir því að láta sér detta í hug að maður væri ekki að nota eitthvað mainstream dót.
Fjölbreytileiki og frjálst val eru einir af helstu kostum Linuxs, og ég vil ekki sjá þá kosti dvína vegna þess einfaldlega að einhverjir örfáir forritarar nenntu ekki að gera ráð fyrir því að maður sé með glibc-2.1.1.so.2 í staðinn fyrir glibc-2.1.1.so.1, né þá nenntu að gera ráð fyrir því að maður væri ekki að nota akkúrat Red Hat 7.1 eða álíka… það er hugsunarleysi og ekkert annað.
Ef mönnum er sama þó að það eina sem verði nothæft af Linux dótinu sé Red Hat og x86, þá ættu menn að hypja sig hið snarasta úr Linux, vegna þess að þetta snýst ekki um einhverja ákveðna tegund af tölvum sem eitthvert ákveðið fyrirtæki ræður hvernig þróast. Í Linux er það Linux communityið eins og það leggur sig sem ræður, og því verður að viðhalda þessum fjölbreytileika ef Linux á ekki að verða nákvæmlega sama bullið og Windows er í dag.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is
Gleymdi að taka tvennt fram.
Það sem er mikilvægt til að viðhalda þessum fjölbreytileika og öðrum kostum Linux kerfisins, verða framtíðarnotendur þess að gera sér grein fyrir því, og sætta sig við, að það er ákveðin eldskírn að fara alveg út í að nota Linux sem vinnustöð. Þannig verður það að vera, nákvæmlega eins og maður vill að fólk hafi bílpróf til að það kunni umferðarreglurnar.
Og hitt sem mig langaði til að taka fram er að ef mönnum tekst að búa til heilsteypt innsetningarferli sem er til einföldunar en ekki til að auka á hrein hugsunarleysi og leti, þá er það hið besta mál, en tilfellið er bara að það er löngu búið að búa til slíkt tól, og reyndar margar, margar tegundir.
Helst notaða tólið í dag er Red Hat Package Manager, einnig þekktur sem RPM! SVO NOTIÐ RPM, og látið þessi sérvitru og heimskulegu innsetningartól í friði. :)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is
0