Bjargaði pabba frá Winowsinu fyrir skemmstu. Hinsvegar virðist vera sem svo að Flashið virki ekki almennilega hjá honum.

Þetta er Fedora Core 5. Flashið virkaði til að byrja með en eftir einhverja notkun og uppfærslur virkar það illa.

T.d. youtube vídjó eða þvíumlíkt þau hlaðast upp og allt í góðu með það, en spilast eingöngu í tvær sekúndur áður en þau stoppa og án hljóðs. Ef maður dregur sliderinn þá virkar þetta aftur í tvær sekúndur án hljóðs. Ég prófaði að henda út bæði Firefox og Flashinu og setja það upp aftur en árangurinn var enginn, nákvæmlega sama vitleysan og áður.

Uppástungur?