Sælir,
ég er að velta því fyrir mér hvar á íslandi ég geti keypt mér þráðlaust pcmica netkort sem er með réttu kubbasetti og virkar beint út úr pakkanum með ubuntu linux?
Tölvulistinn á ekkert slíkt kort til og reyndar keypti ég windows pcmica kort frá þeim og keyrði það með windows driverum í gegnum ndiswrapper, en það hefur gengið illa svo að nú vil ég alvöru pcmica kort sem virkar rétt í linux.
Endilega bendið mér á hvar ég æti keypt slíkt kort hér innanlands, annaðhvort hjá verslun eða bara einhverjum náunga… líka ef þið vitið um fyrirtæki sem væri til í að sérpanta svona kort fyrir mig (tölvulistinn getur það ekki)
Með fyrirfram þökkum og von um fljót og góð svör :) (er að verða vitlaus að komast ekki á netið á ubuntu lappanum mínum)