Þarftu nauðsynlega forritið
Winamp í þetta sem þú vilt gera eða sættirðu þig við nokkurn veginn sambærileg forrit? Síðast þegar ég vissi var nefnilega ekki til neitt winamp fyrir linux (nema e.t.v. e-r eldgömul alpha útgáfa af 3.0). Annars geturðu líka, eins og bent var á, notað wine en ég veit samt ekki hversu vel það virkar með winamp.
Aftur á móti eru til forrit sem hafa svipaða virkni og winamp, t.d.
XMMS og
BMP ef þér líkar winamp-viðmótið en það vantar samt media library í báða (síðast þegar ég gáði).
Amarok, tær snilld, sérstaklega ef þú ert tilbúinn að prófa e-ð nýtt
Rhythmbox og
Banshee ef þú vilt e-s konar iTunes “clone”.
Síðustu 3 upptaldir hafa allir media-library með svipaða fítusa og það í winamp.