FC4

Er bæði búinn að reyna bæði að installa Flash eftir leiðbeiningunum á heimasíðu Macromedia og eftirfarnadi leiðbeiningum frá JReykdal.

Þrátt fyrir mikinn vilja og margar tilraunir hefur mér ekki enn tekist að fá þetta til að virka. Þykir mér það afleitt.

Virðist mér sem svo að vandamálið liggi í einhverjum stillingum í Firefox, því ég hef ekki lennt í neinum vandræðum með að installa.

Ef einhver getur ráðlagt mér um næstu skref, væri það vel þegið.

JReykdal
3. Macromedia Flash pakkasafnið

Eins og áður sagði leyfir Macromedia ekki speglun á Flash pökkunum sínum en er þó með yum pakkasöfn í samstarfi við lykilfólk í Fedora verkefninu. Til að setja inn Flash pakkasafnið og setja inn Flash þarf að gera eftirfarandi (sem root).

cd /etc/yum.repos.d
wget http://macromedia.mplug.org/macromedia-i386.repo
yum install flash-plugin

Yum biður svo um að setja inn lykil fyrir macromedia pakkasafnið og þú samþykkir það. Svo þarftu að samþykkja notkunarskilmálana og endurræsa svo Firefox til að Flash virki rétt.