Eins og er þá hef ég verið að dunda mér smá við FC4 undanfarið og er þetta í fyrsta skiptið sem að ég hef verið með linux á vélinni og líkar bara ágætlega við þó svo að ósjaldan hafi ég bölvað vélinni en núna langar mig að breyta til og að minnska kosti setja C5 upp en spurningin er hvort að önnur distró væru að henta mér betur.
Mig langar að nota linux í spilun á leikjum með wine, langar að getað notað það á lan-i með góðum árangri (nr.1 fileshare, nr.2 spila leiki) og svo auðvitað bara þetta venjulega: vafra, tónlist, myndbönd og msn.
Ég er aðalega að pæla í Ubuntu ef að ég skipti í annað distró en allar hugmyndir eru vel þegnar.