Ok, núna er maður að verða kominn nokkuð langt í því að stilla þetta eftir sínu höfði. Nokkrir hlutir samt sem væri ágætt að fá svör við.

1. Ég get ekki gert iwconfig (og fleiri skipanir) heldur verð ég að gera /sbin/iwconfig, held að þetta hafi gerst eftir kjarnauppfærslu. Væri fínt að geta reddað þessu.

2. Í Gnome (held ekki fluxbox) er oft eins og forrit vilji ekki ræsa sig. Það er þannig að ég vel kannski ‘vafri’ af stikunni þarna uppi. Svo kemur ‘ræsi vafri’ þarna á neðri stikunni. En svo þegar það hverfur kemur Firefox ekki upp heldur er bara allt dautt.

3. Ég er með í /etc/sysconfig/network-scripts/ifcfg-wlan0
KEY=XXXXXXXXXX
En þegar ég reyni að ræsa wlan0 (/sbin/ifup wlan0) virkar það ekki. Hins vegar, ef ég slæ inn /sbin/iwconfig wlan0 key XXXXXXXXXX þá virkar að ræsa wlan0.

Væri fínt að ná að leysa þessi mál, minnkar ánægjuna sem ég hef af því að hafa linux inná þessari líka fínu ferðavél.
“If it isn't documented, it doesn't exist”