Mér finnst þetta endalausa stríð á millli GNOME og KDE alveg út í hött.
Það er ekki til neinn gluggastjóri (window manager) sem er “betri” en annar. Það eru til gluggastjórar sem henta hinum og þessum betur en aðrir.
Sjálfur nota ég KDE 2.2 og er mjög sáttur. Aðallega þó vegna þess að þar er innbyggður hinn prýðilegi vafri Konqueror. Einnig hafa KDE verið að láta hendur standa fram úr ermum hvað varðar þá nauðsynlegu stefnu að optimiza mikið, og hver útgáfa er léttari og þægilegri í notkun en sú fyrri.
GNOME hef ég ekki náð að prófa í lengri tíma, vegna þess einmitt að ég er harður-source maður, og ef ég kem því ekki inn í source, þá vil ég ekki sjá það. Að innsetja GNOME með einhver pervertadistró (annað en Red Hat þetta eða Debian hitt) er hrein martröð, að vistþýða GNOME er hrein martröð, og mjög erfitt er að finna og ná í nýjustu útgáfuna. Þetta vil ég gagnrýna, en einmitt vegna þessa fávitaskaps, hef ég ekki náð að kynna mér það í u.þ.b. ar, svo ég ætla ekki að dæma hvernig það er þegar það er komið í loftið. Eflaust er það fínt.
Hér eru samt gluggastjórar sem þú ættir að athuga hvort væru þér skapi næst.
KDE
GNOME
IceWM
Window Maker
AfterStep
Þetta eru þeir sem ég man eftir. Þeir ættu allir að fást á
http://www.freshmeat.net.Vona að þetta hjálpi.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is