Kærar þakkir fyrir þetta Pottlok, þetta á eftir að koma sér vel.
En í staðinn fyrir að búa til nýjan kork held ég bara áfram hérna, því það kom eilítið babb í bátinn rétt áðan. Málið er að ég er að setja upp FC 5 á IBM R31 laptop, en ég verð að plögga harða disknum í aðra tölvu, installa og færa hann síðan yfir. Það fer ekki betur en svo að um leið og fæ eitthvað grafískt, þe login screen kemur bara svona græn hvítt overflow eða eitthvað, skjárinn verður bara hægt og hægt alveg hvítur. Ég get þó ýtt á Ctrl, alt og F1 og leikið mér þar. Ég held að þetta sé því það er alls ekki sama skjákort í tölvunum. Í installinu fæ ég að það sé GeForce 6600 GT, sem er alveg rétt, en sú er alls ekki raunin í lappanum. Þar er bara einhver Intel skjástýring held ég. Ætla að reyna að googla mig til, en öll hjálp væri vel þegin.