Ég er enginn sérstakur linux kall þannig að orð mín skulu tekin með þeim fyrirvara ;)
Ég er núna búinn að notast við linux c.a. hálft ár, bæði á server stæðu og laptop-inum sem er svo mitt þróunarumhverfi og hef ég Suse á honum.
Ókostirnir sem ég hef þurft að glíma við eru helst þessir:
Batterí endist c.a. helmingi styttra, eða rétt rúmir tveir tímar á móti 4 í windows.
Að koma inn WPA fyrir þráðlausa netið var pain, og núna þegar ég fer til fyrirtækja sem eru með WPA lokanir, þá tekur það mig c.a. 10 min að tengjast á meðan að windows notendur eru innan við mínútu. Ég þarf að edit-a config skrá til að setja inn wpa lykil og þarf að setja þar inn nokkrar aðrar upplýsingar á meðan windows notendur fá bara prompt fyrir lykilinn og búið. Að öðru leyti virkar þráðlausa netið betur en á windows ;)
Ég er með Dell laptop, og það virðist gjörsamlega ómögulegt að fá suspend til að virka almennilega, mér hefur loksins tekist að fá vélina til að fara í nokkurs konar suspend mode, þar sem hún slekkur á öllu, að því virðist, en örrinn hlýtur að vera í gangi því batteríið hríðlekur sem og vélin fer að soðna um leið ég sting henni í töskuna.
Vélin hitnar mun meir undir venjulegum kringumstæðum en á windows, ég er kominn á þá skoðun að linux-ið sé ekki að breyta spennunni á örranum dínamískt heldur bara klukkuhraðanum, sem gæti einnig útskýrt batterí endinguna.
Í minni vél eru tvær viftur, örra viftu stjórnunin virkar fínt, en hin viftan er alltaf í gangi, sem hvað gengur á.
Ég lenti í ótrúlegu veseni fyrst þegar ég ætlaði að tengja skjávarpa við vélina, endaði með því að ég gafst upp.
Ég er með vélina stillta þannig að ef ég loka henni, þá slökknar bara á skjánum og vélin heldur áfram að vinna, þannig get ég sett torrent download í gang yfir nóttina, lokað vélinni og hent henni upp í hillu ;) Vandamálið er svo að í 30% tilvika þegar ég opna skjáinn aftur, þá gerist ekkert, kviknar bara ekki aftur á skjánum. Það pirrar mig ótrúlega mikið að þetta gerist bara stundum.
Það er bara til gamall flash client fyrir linux, man ekki útgáfu en það er minnir mig einu númeri minna en fyrir windows. Það er býsna heftandi fyrir mitt vinnuumhverfi.
Touchpad-inn er alltof viðkvæmur, það má varla snerta hann án þess að hann túlki það sem klikk, hef ekki enn fundið leið til að stilla hann.
PCMCIA er vesen.
Function lyklarnir, eins og til að hækka og lækka í hátölurum virka ekki, meðan aðrir takkar eins og til að auka og minnka ljósstyrkinn á skjánum virka, það sökkar.
Að öðru leyti, tja bara fínt, ég nota þetta allavega ;)