Jæja komið þið sælir
Ég er búinn að vera að prufa Ubuntu með ágætis árangri eftir að hafa ákveðið að stökkva úr Win XP en eitt það helsta sem að ég rek mig á eru mismunandi möppuuppsetning og diskayfirlit.
Hvar eruð þið t.d. að geyma öll gögnin ykkar, kvikmyndirnar, lögin, ljósmyndirnar. Eins og er hef ég bara verið að hlaða þessu í heimasvæðið /home en var bara að spá í það hvort að allir gerðu það?
Svo er annað svona minna. Þeir ykkar sem eru að vafra á netinu, hvaða forrit notið þið til þess að skoða netstrauma hljóð/mynd?
kv.
Krazny