Sko, okei. Málið er að ég er að reyna að installa linux (Ubuntu) á lappann minn. En sá er galli á gjöf Njarðar að það er hvorki geisladrif né floppy, biosinn of gamall til að finna USB og það er ekkert stýrikerfi (ekki spyrja…). Þannig ég nældi mér í svona tengdu-lappa-hdd-í-gegnum-usb unit og byrjaði á þessu.

Þetta er alveg fyrsta linux installið mitt en gengur þó ágætlega, ég næ meira að segja að bjarga stöffinu af harðadisknum og er þó sáttur með það. Svo klárast þetta, boot loader kominn (á lappadiskinn, held ég hafi ekkert að gera með hann í win tölvu) og ég er beðinn um að taka diskinn úr á meðan tölvan restartar. Ég prufaði að boota með öllu sem gæti mögulega verið usb hdd, en allt kemur fyrir ekki, sama gamla ‘Missing Operating System’.

En það bara getur ekki annað verið en að þetta sé hægt…

Og já, ég er með install dæmið fyrir venjulega örgjörva, en það er AMD64 í tölvunni sem ég er að installa þetta í, en bara Intel kúkur í lappanum, held að það sé alveg réttur leikur..?
indoubitably