Ég hafði alltaf hugsað mér að henda Linux inn í IBM lappann minn, en gerði það aldrei. Nú er svo komið að ég er kominn aftur í skóla og mér er nánast skipað að koma með ferðatölvu :P
Ég á eftir að tala við admin gæjann hérna, en ég efast um að það sé eitthvað vesen. Það væri þá helst með þráðlausa netkortið eða þetta prógram sem maður notar til að tengjast þessu skólaneti hérna.
Svo er líka geisladrifið ónýtt, ekkert floppy og BIOSinn of gamall til að boota í gegnum USB þannig ég neyðist til að setja þetta upp í gegnum borðtölvuna mína. Var með eitthvað svona USB Box sem á að vera hægt að tengja allan fjandan með í gegnum USB.
Þannig ég spyr ykkur, kæru vitringar, hvaða distro á ég að kýla á? Helst eitthvað sem fúnkerar vel með þráðlaust net. Og já, haldið að þetta sé góð hugmynd yfirhöfuð, á nebblega eftir að nota þessa tölvu mikið í skólanum.
indoubitably