Kann einhver leið til þess að láta vél sem þekkt er út á netið beina beiðnum sem fara á port 80 (http) á aðra vél sem ekki er þekkt út á netið?

Dæmi:
Ég er með router (RH 7.0) sem er með fasta IP tölu og þekkt út á netið og aðra sem er á innraneti (192.168.0.0) sem keyrir RH 7.0 apache+php+mysql. Ég var að spá hvort routerinn gæti ekki beint allri umferð sem fer á port 80 á vefþjóninn (sem er með ip 192.168.0.3). Væri þetta mögulegt með ipchains eða einhverju svoleiðis?

Kv D