Ég var að setja upp fedora core 4 á tölvu hjá mér og ætlaði að nota fedora.is spegilinn til að uppfæra. Ég fór eftir leiðbeiningunum í LESTUMIG-FC4.txt skránni. Þegar ég reyni svo að keyra up2date þá fá ég eftirfarandi villumeldingu:

Það kom upp banvæn villa í samskiptum við þjóninn. Skilaboðin voru:

An HTTP error occurred:
URL: http://www.fedora.is/fedora/core/updates/4/x86_64//headers/header.info
Status Code: 404
Error Message: Not Found

Það fyrsta sem mér datt í hug var að þessi tvö skástrik á eftir x86_64 directoryinu ættu ekki að vera þar, en komst þó fljótlega að því að /headers directoryið er ekki til undir /x86_64.

Er þetta villa á fedora.is eða hef ég klúðrað einhverju í uppsetningunni?

Öll hjálp vel þeginn

Kv. Tyrone