Ég er aðeins að leika mér með Línuxið, nú síðast 7.1 Redhat.

Það er þó eitt sem ég hef ekki enn fattað, og það er hvernig maður setur upp sjáinn sinn. Þannig er að ég flakka með tölvuna milli vinnu og heima, eða milli skjáa í vinnu. Sumir skjáir eru verri en aðrir og þurfa færri hz í refressið, t.d. 70 í stað 85.

Eina góða leiðin sem ég veit um að endurstilla þetta er að re-insatlla :)

Ég hef reynt að nota Xconfigurator, sem er textahamsforrit, en það virðist ekki alveg í sync við gluggakerfin.

Er ekki einhver einföld leið í þessu sem mér yfirsést?

Kveðja