Daginn,
ég er í stökustu vandræðum með að setja upp usb mús. Ég fæ músina til að virka undir /dev/input/mice, þ.e.a.s. að hún skrifar í þá skrá. Er búinn að setja upp hotplug script sem að setja músina inn og taka hana út. Fæ engin villuboð í log (debug, messages). Er búinn að bæta við entry í /usr/X11/XF86config-4 (er með fartölvu og því með tvær mýs), en músin hreyfist ekki.. Hefur einhver lent í vandræðum með að berja XFree til hlýðni? Ég geri ráð fyrir að vandamálið sé hjá XFree, því að músin virðist virka með kernelinum.

Info:
Mús: Microsoft Intellimouse Explorer, (usb.. :)
XFree 4.0.3
Kernel 2.4.3 ( með usb hid support, usb support)
HP Omnibook XE3, Debian Sid…

refs:
<a href="http://www.linux-usb.org/USB-guide/x194.html">Hér er dæmi um usb uppsetningu</a