Ég kunni ekki baun á Linux fyrir minna en ári, en þá ákvað ég að demba mér í djúpu laugina og setja upp Gentoo.
Ég er búinn að læra alveg helling á Linux síðan þá, en ég segi ekki að það hafi verið neinn dans á rósum, enda hef ég oft blótað yfir því hvað það er erfitt að fá suman vélbúnað til að virka almennilega. Það hefur þó alltaf tekist á endanum.
Það eru þó til mörg góð HOW-TO á gentoo.org, sem hafa hjálpað mér gríðarlega, en það er afar auðvelt að fá hjálp með Gentoo. Þetta distró er þó aðeins fyrir þá sem nenna að fikta handvirkt í alls konar stillingum (og hafa gaman að).
Ég hef þó heyrt ýmsa góða hluti um Ubuntu, og gæti alveg hugsað mér að setja það upp næst, eða Debian. Ég myndi þó ekki setja upp KDE eða Gnome sem windowmanager (desktop), enda er ég mjög ánægður með fluxbox, þar sem einfaldleikinn og hraðinn er í fyrirrúmi.