váh :)
get ekki lýst ánægju minni yfir því að stelpur séu orðnar forvitnar um linux, því þetta er allllls ekkert erfitt :)
jafnvel hún móðir mín gæti notað linux.
þ.e.a.s vel sett upp redhat 7.1 vél með gnome-1.4 og nautilus (www.ximian.org)
Þessi ímynd sem svo margir hafa á linux er að þetta er bara eitthvað DOS wannabe stýrikerfi sem bara ömulegir tölvunördar kunna eitthvað á.
þú getur ímyndað þér windows, bara meiri stöðugleiki, getur configgað algjörlega eftir þínu höfði, og þú veist hvað er að gerast.
Þú getur alltaf yfirgefið gluggaumhverfið og stokkið í console (texta umhverfið, líkt DOS) og leikið þér ef þér leiðist :)
Það er til office pakki, (star-office - www.staroffice.org) frábært myndvinnsluforrit sem svipar til adobe photoshop (gimp - www.gimp.org) og frábær gluggaumhverfi, annars vegar gnome (www.ximian.org) sem rokkar allt!! :) - og síðan kde (www.kde.org) sem einhverjir laðast víst líka að, en eins og ég segi, þetta er allt persónubundið :)
skipanirnar sem blindur minntist á eru til þess ef þú ætlar að leika þér í console (texta-umhverfinu) en ég myndi nú ekki mæla með því fyrir byrjendur :)
þetta er auðveldara en flestir halda, og því skora ég á þig að skella þér bara í þetta, ná í redhat iso-mynd (iso mynd er geisladiskur í tölvuformi) og brenna myndina á geisladisk og smella upp redhat-7.1 með gnome gluggaumhverfinu.
þú getur nálgast redhat 7.1 iso myndirnar (þær eru tvær) á www.binary.is
Ef þú hefur fleirri spuringar ekki hika við að spurja, thats why hugi is here for :)
gangi þér vel
- sævaldur<br><br>All your base are belong to us