Auðvitað, enda ekki ókeypist hugbúnaður. Ef þú vilt spreyta þig í að setja upp windows hugbúnað í linux með fríum hugbúnaði þá er wine alltaf skemmtilegt.
Eins og er þá er nýjasta útgáfan af wine 0.9(alpha) og beta útgáfa af hugbúnaðinum(herminum?) er að nálgast óðum. DirectX stuðningur wine er alltaf að batna og vonandi á næsta ári eða tveim mun wine verða alvöru valkostur í stað cedega. En eins og er þá verður maður að punga út peningunum fyrir áskrift að cedega ef maður ætlar að spila leiki í linux.
Disclaimer: Cedega er ekki EINA leiðin til að spila “leiki” í linux, leikir frá I.D. software, s.s. Doom, quake, Wolfenstein o.fl eru allir til NATIVE í linux og spilast frábærlega í því! Að auki eru native port af fleiri leikjum, s.s. Unreal Tournament.
Sjá
http://www.liflg.org/ yfir linux uppsetingar á mörgum leikjum, jafn nýlegum sem eldri. Sumar uppsetningarnar gera engu að síður ráð fyrir því að maður hafi yfir Cedega að ráða, sem er hálf fúlt. Sniðug síða engu að síður!
Sjá einnig
http://icculus.org/lgfaq/ .
Kveðja,
Pétur Steindórsson