Jæja, nú er svo komið að maður er endanlega kominn með ógeð á M$ og langar að prófa Linux. Ég DLaði Knoppix af RHnet og brenndi hann á disk en þegar ég starta honum upp fer ég beint í dos umhverfi :-/
Til að vera nákvæmari fæ ég upp:
[DR-DOS]a:\
Eftir því sem ég hef lesið á netinu þá á Knoppix að boota beint í gluggaumhverfi en það er ekki að gerast hjá mér. Hvað haldið þið sem eru lengra komnir að gæti verið vandamálið?