www.fedora.is og lestu leiðbeiningarnar ef þú vilt sækja uppfærslur innanlands. Mæli frekar með fedora í augnablikinu heldur en ubuntu því nýjasta fedora styður vélbúnaðinn minn nægilega vel til að geta verið sett upp, en ubuntu hoary gerir það ekki. Þar sem ég er með tiltölulega nýjan vélbúnað dreg ég þá ályktun að fedora bjóði líklega upp á betri vélbúnaðarstuðning þegar á heildina er litið og henti byrjendum betur þannig (því reklamál eru leiðindamál á linux - sé rekillinn ekki innbyggður í stýrikerfið).
Einnig fylgir 100% grafískt textaviðmót með fedora, ólíkt ubuntu, sem auðveldar örlítið aðgengi byrjandans að ýmsum fítusum sem textaviðmót á til að gera flókna. Einnig býðst þá upp á að velja nákvæmlega hvaða forrit fljóta með inn.
Hins vegar getur vel verið að næsta útgáfa ubuntu, breezy verði eitthvað skárri í hvað varðar vélbúnaðarstuðning en þangað til held ég mig við fedora og mæli með því fyrir byrjendur.
Einnig býður fedora upp á að hafa allt á íslensku sem mér þykir mjög sniðugt fyrir “enskufatlað fólk” - þó ekki sé víst að íslensku heitin auðveldi skilning þess á stillingum og notkun stýrikerfisins á nokkurn hátt.
Veljirðu fedora vil ég einnig benda á eftirfarandi:
http://www.fedoraforum.orghttp://www.fedorafaq.orgHins vegar líkaði mér mjög vel við ubuntu á gömlu vélinni minni, þar sem það keyrði allt fullkomlega og er kannski betri lausn ef þú ert með netaðgang og nennir ekki opna vafrann til að finna (nánast) allan linux hugbúnað milli himins og jarðar (það krefst þess þó kannski að þú notir debian pakka líka).