Ég setti linux upp hjá mér um daginn á litla tölvu (P100). Hugmyndin var að setja hana upp sem adsl router. Það var í raun lítið mál og skömmu síðar gat ég farið á client vélina (win98) og farið á netið í gegnum linuxinn. Linuxinn keyrir redhat 7.0.
En ég var hins vegar að lenda í fullt af hliðar vandamálum, ég gat ekki ftp-að gögn af minni vél út í bæ, bara öfugt. Ég gat ekki sent viðhengi með póstinum mínum (af client vélinni) og fleira í þessum dúr.
Þess vegna var ég að spá í hvort að það væru einhverjir sem hefðu sett upp linux adsl router og fengið allt þetta til að virka?
Ég er búinn að lesa ipchains howto og búinn að prófa að breyta ipchains reglunum en allt kemur fyrir ekki. Og varðandi ftp-ið þá gleymi ég heldur ekki að load-a ftp módúlunum í upphafi (þessum sem kemur með ipmasq dæminu).
Ef einhver hefur sett þetta upp og fengið allt saman til að virka væri fínt að fá upplýsingar um hvernig hann setur upp firewall skrána hjá sér.
Kveðja, ELM