(Ef þú ert of fokking latur til að lesa allt þetta svar, get ég ábyrgst það að þú ert of fokking latur til að kynnast Linux.) :)
Ég verð alltaf svolítið pirraður við að lesa svona “vonbrigðapósta”.
Mönnum hættir til að segja fólki að Linux sé fyrir alla. Það hlýtur að vera deginum ljósara, fyrir reyndum Linux notendum og byrjendum, að svo er ekki. Annað tel ég vera sjálfsblekkingu og hjátrú.
Linux er ókeypis, og frjálst. Þegar talað er um “free software”, er ekki verið að tala um peningalega frítt, heldur réttindalega frjálst. Tilfellið er hinsvegar það að 99.9% frjáls hugbúnaðar er frír einnig, svo að misskilningur þar er ekkert mál.
Þú hefur reynt að ná í þetta stýrikerfi, segirðu. Og hvaða “alls staðar” er það? Mandrake.com? Ertu hissa á að þeir reyni ekki að selja þér þetta? Þetta þarf að virka. Það er enginn að fara að brenna fyrir þig geisladiska og senda þér þá án endurgjalds. Það er enginn að fara að brenna 1500 stykki og *gefa* þá síðan í búðum.
Annað sem þarf að koma fram. Linux er kjarninn. Mandrake er dreifingin, sem inniheldur, meðal annars, Linux kjarnann. Kjarninn gerir nákvæmlega ekki neitt nema að tala við forritin, og tala við vélbúnaðinn. Með Mandrake kemur ýmislegur ófrjáls hugbúnaður, svosem Netscape 4, sem er reyndar ókeypis, en ekki frjáls samkvæmt skilgreiningu FSF (Free Software Foundation).
Síðan geturðu fengið þér SuSE, sem er mjög ófrjálst og kostar peninga. Þú getur hvergi downloadað löglega fríu eintaki af SuSE nema evaluation útgáfunni sem mig minnir að þú megir bara nota í 30 daga.
Þú getur náð í Mandrake með því að fara á ftp://ftp.mandrake-linux.com, finnst mér líklegt. Ef þú átt brennara geturðu athugað hvort dreifingin sem þú hefur valið þér (í þínu tilfelli Mandrake) sé tiltæki á Binary.is. (
http://www.binary.is/iso) - Þar færðu svokallaðar ISO myndir, sem eru hrá afrit af diskum. Öll brennaraforrit á öll stýrikerfi sem ég hef séð bjóða upp á að brenndir séu diskar “from image”. Þessari aðferð mæli ég eindregið með vegna þess að þá geturðu keyrt upp innsetninguna beint frá geisladisknum, í staðinn fyrir að vera að nota einhverja floppy diska og kjaftæði.
Seinast en ekki síst vil ég mæla eindregið með því að þú endurskoðir þá ákvörðun að nota Mandrake. Mandrake er sorp. Red Hat er líka sorp fyrir okkur sem eru lengra komnir, en ég hugsa að það sé skást fyrir byrjendum. Ég byrjaði sjálfur í Slackware á sínum tíma, en það MUN KOSTA ÞOLINMÆÐI. Athugaðu að það er ekkert “ef” eða “kannski”. Það er smá process að kynnast Linux. Flest sem þú lærir fyrsta mánuðinn eða svo virðist mjög órökrétt og heimskulegt, en með tímanum muntu skilja að raunin er þvert á við þá kenningu.
Ég er líka forvitinn; Hvar ertu búinn að vera að reyna að ná í Mandrake þar sem það hefur átt að kosta þig eitthvað?
<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is