Hvernig skal nota gaim:
1. Að opna forritið
Þrýstu á [F2] meðan þú heldur [alt] niðri, sláðu því næst inn ‘gaim’ og þrýstu á [enter] (eða keyrðu bara gaim).
2. Að búa til notanda
Þrýstu á [Accounts] á glugganum sem kemur upp og [+add] á glugganum sem kemur þá upp.
Veldu ‘Protocol’='MSN', ‘Screenname’='eitthvað@hotmail.com', ‘Password’='lykilorð' og ‘Alias’='Það sem þú vilt þekkja notandann á'.
Fylltu útí reitina að neðan eftir aðstæðum.
3. Að tengjast MSN
Lokaðu ‘account’ glugganum og í aðalvalmyndinni veldu notandann sem þú vilt nota til að tengjast úr ‘account’ fellivalmyndinni og sláðu inn lykilorðið þitt (ef þú vildir ekki muna það) í ‘Password’ reitinn.
Þrýstu þar næst á ‘sign on’ takkann.
VÆNTANLEGT: Hvernig skal senda skilaboð með gaim ;)
“If it isn't documented, it doesn't exist”