Ég setti upp MythTV, http://www.mythtv.org box í vikunni sem leið og reynslan hefur verið mjög jákvæð. Ég er með venjulegt sjónvarpskort í vélinni og er að fá sjónvarpsdagskránna að láni frá sjonvarp.is og get því skoðað dagskránna og tekið upp úr sjónvarpinu samkvæmt henni.
En núna langar mig að fara skrefinu lengra og setja Digital sjónvarpskort í vélina. Lengi vel stóð valið á milli DVB-C (Breiðbandið) eða DVB-T (Digital Ísland) korta, en að vel athuguðu máli hefur stefnan verið tekin á DVB-T kortið. Næsta hindrun, og sú sem er að stoppa mig núna, er að eftir mikla leit fann ég loksins DVB-T (einnig kallað DTT eða Digital Terrestrial Television) kort sem styður CI eða Common Interface sem þýðir að ég get tengt kortalesara við sjónvarpskortið og notað smartkortið frá ÍÚ til að aflæsa stöðvunum. Athugið að ég hef engan áhuga að brjóta eða cracka eitt eða neitt. Ég mun eftir sem áður borga mína áskrift, enda þarf ég smartkortið frá þeim.
Ég á samt eftir að fá staðfestingu frá framleiðandanum á því að kortalesarinn sem um ræðir geti lesið smartkortið frá ÍÚ, en með tilkomu Digital Ísland tóku þeir í notkun mjög nýjan öryggisbúnað, CAS7 frá Conax fyrirtækinu. Þar sem þetta er mjög nýtt kerfi (ÍÚ var fyrsti viðskiptavinurinn í heiminum til að taka upp þetta kerfi) þá er betra að hafa allan vara á áður en maður dembir sér í innflutning á kortalesara.
Það sem mig langaði til að varpa fram til ykkar lesanda er það hvort eitthvert ykkar hefur reynslu af DVB kortum í Linux (eða bara MythTV, Freevo, VDR almennt) og hvaða grindur og gryfjur bíða mín….