Sælir

Ég var að setja upp Mandrake 10.1 hjá mér og þar sem ég kann nú ekki mikið i Linux þá veit ég bara ekkert hvað ég á að gera.

Kerfið virtist fara inn með glans og engin vanræði en þegar ég ætla að keyra KDE þá koma bara einhver villuskilaboð um að skjáuppsettningin sé eitthvað vitlaus og svo einhvejir fleiri errorar t.d. “no screens where found”. Ég er að nota 19“ LCD skjá og hélt kannski að þetta væri eitthvað honum að kenna og prófaði að tengja venjulegann 17” CRT við en það var bara sama vandamálið. Hvað á ég að gera ???