Í dag er það nú bara þannig með öll stýrikerfin. Windows uppfærist fáránlega oft, það er bara aldrei það sama sem er verið að laga. Við getum alveg með sönnu sagt að IE er hluti af Windows, og sko… það kemur mjög sjaldan fyrir að maður fari í Windows Update og þá sé ekki *hellingur* af göllum sem þarf að laga, og þá sérstaklega einmitt öryggisgallar.
Öryggisgallar eru svo miklu óalgengari í Linux, enda er munurinn þar á að maður fær betri útlistun á því hvað nákvæmlega er í hverri útgáfu af Linux kjarnanum heldur en hvað fylgir einhverjum Service Pack.
Og já, enginn er að neyða þig til að uppfæra. Það er tímasóun að reyna alltaf að vera með hið besta og nýjasta, fyrir utan það að það er *ekkert mál* að uppfæra kjarna. Sama gaddem ferlið í nánast hvert einasta skipti, þú vistar config fæl, importar í nýju útgáfuna, keyrir fimm skipanir og endurræsir.
Þ.e.a.s. ef þig vantar eitthvað í nýju útgáfunni eða vilt bara svona endilega vera cool.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is