Ég er að fara að setja upp Linux og var að velta fyrir mér hvaða distró er það sem mar lærir mest á að nota og gerir sem minnst fyrir mann..? Ég hef unnið á linux áður svo ég kann nokkuð á það..
Mæli með að þú lesir þig bara til frekar en að láta aðra ákveða fyrir þig; velja svo það sem þér líst best á.. annars fer mest fyrir gentoo, fedora og ubuntu núna þannig ef þú lendir í strand er auðvelt að leita hjálpar.
Gentoo þykir skemmtileg áskorun, sbr. do-it-yourself pakki þar á ferð með frábærum leiðbeiningum.
Ég held að mæla með Gentoo sem fyrsta distro sé fín leið til að fæla fólk frá. Án nokkurar Linux kunnáttu getur tekið þig fjölda daga að setja þetta upp sem desktop vél. :)
En Debian er gott fyrir byrjanda sem hefur góða tölvukunnáttu og vill læra sem mest á sem stystum tíma. Auðvelt að setja upp en þú þarft dáltið að sjá um uppsetninguna sjálfur. Sem er stundum það sem að sumir vilja en krefst góðrar tölvukunnáttu eða góðann vilja til að læra. Ekki misskilja mig samt að það sé flókið. En þegar það er komið upp þá verða hlutirnir varla traustari
Ubuntu er best ef þú vilt fá fullt operational kerfi á engum tíma með helstu forritum og læra á innviði kerfisins hægt og rólega. Mæli helst með því ef áhuginn er að NOTA Linux frekar en að læra að fikta.
Fedora og Mandrake er ágætt fyrir BDSM fólk sem vill láta sjálft sig í gegnum mikla andlega þjáningu. Fín leið líka til að gefa hárinu nettann gráann lit. Ekki flókið install það getur tekið dáltið mikla handavinnu að velja hlutina þannig að þú getir actually fundið nothæfu hlutina undir öllu ruslinu. Dáltið líkt því að borða á grænmetisstað. Margt ætilegt er að finna þar en þú þarft samt að grafa í gegnum óteljandi óætt soyjadrasl til að finna það.
Heyrðu vinur er Ubuntu betra en Debian svona ef maður láta hlutina ganga og svoleiðis og með almennilegan installer heldur en eins og Debian er með. Bara X-Server kemst ekki í gang eftir að ég hef sett upp Debian og ég vill ekki læ´ra að laga þann error. Ef það er ekki til eitthvað eins og er til í Knoppix Live-CD þegar ég fæ mér Ubuntu þá bara næ ég í það á netinu bara svona eins og venjulega eins og maður gerir í öðrum distróum? Plz hjálp ég vill sko uppfæra og allt það en ekki hafa það of flókið!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..