Allt, segirðu. Þá ertu ólíklega einn af þessum sem nenna ekki að lesa.
Well, að læra á Linux var alveg nokkuð brölt þegar ég byrjaði, sem var fyrir um tveimur árum.
Ég myndi mæla með að þú byrjaðir í Slackware eða Debian. Flestir myndu mæla með Red Hat, en fyrst þú vilt læra allt er líklega hentugara fyrir þig að byrja í kerfi sem leyfir þér að læra allt. Ekki í kerfi sem reynir (miserably) að hugsa fyrir þig og gera sjálfsagða hluti notandans, að vinnu Red Hat.
Ég veit ekki um neinn góðan, Íslenskan manual um Linux yfirhöfuð, en til þess að gera ákveðna hluti geturðu farið á
http://www.linux.is og reynt að finna gögn þar, bæði erlend og innlend, og á
http://www.binary.is er lítið safn af greinum sem eru gerðar til uppflettinga. Ekki eins og á Huga þar sem greinarnar renna út og sjást aldrei framar. By the way, ef þú þarft Íslenskan manual um eitthvað ákveðið í Linux, geturðu sent póst frá Binary.is vefnum og umsjónarmaður reynir annaðhvort að grafa upp Íslenska grein og setja hana á Binary.is, eða að skrifa hana sjálfur, eins og ég hef sjálfur margoft gert sem umsjónarmaður Binary.is.
IRCið er mjög góður brunnur, líka. #NIceland er mjög góð ef þú venur þig á kurteisi og að basically smjaðra nóg fyrir OPunum. #Linux.is gæti gengið, en bæði eru ekki jafn reyndir menn þar, sem og að það er oftar ekkert að gerast þar, but worth a shot. Munurinn er að #NIceland er safn af tölvuguttum á egótrippi, #Linux.is er safn af tölvuguttum sem eru þarna til að hjálpa.
Svo er notlega Hugi.
Þú getur alveg búist við því að það taki dágóðan tíma að venjast Linux og fatta út á hvað þetta gengur. En þegar þú fattar það, er það eins og að sjá ljósið. Ironically var ég að prófa Win2K áðan og varð óður af óskipulaginu og vitleysunni sem þar fyrirfinnst.
Gott er að byrja á viðmóti. Vil ég þá helst mæla mað KDE ef þú ert með sæmilega vél (400MHz eða meira), en annars er til fullt af algerum snilldum, svosem BlackBox sem er *fáránlega* léttur og þægilegur, IceWM sem svipar til Windows án Explorers og er einnig mjög léttur, og WindowMaker sem er í hefðbundnu Step-sniði (algengt í UNIX) og er mjög léttur einnig. En KDE er góð byrjun ef þú ert með fína vél, eins og ég segi.
Láttu mig vita ef þú finnur góðar Íslenskar ritgerðir eða manuala um Linux-tengd efni. :) Þá skelli ég þeim á Binary.is með leyfi höfundar.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is