Ef þú vilt breyta um lyklaborð í SuSE þá er smá vesen. Ætti að vera hægt að gera þetta í YaST en það er af e-m ástæðum ekki hægt en auðvelt engu að síður. Þú breytir einu gildi í skránni /etc/X11/XF86Config
Þar sem stendur
Option “XkbLayout” “us”
á að standa
Option “XkbLayout” “is”
þá skiptir ekki máli hvort þú notar KDE eða önnur X-umhverfi. Til að fá íslenskt lyklaborð í skel þá þarftu að breyta
/etc/sysconfig/keyboard
Þannig að þar standi
KEYTABLE=“is-latin1.map.gz”
ég geri mér fyllilega grein fyrir að þetta eru leiðindaskref. En undir venjulegum kringumstæðum dugar að fara bara í KDE control center og velja keyboard layout -> Icelandic.
Ég er ekki sammála þeim hér að ofan sem segja að SuSE sé sorp. Af dómum sem ég hef verið að lesa upp á síðkastið eru fleiri og fleiri að gefast upp á fedora og mandrake og skipta yfir í SuSE einfaldlega af því að þróunin er mikil hjá þeim. Sem dæmi má nefna að Power management fyrir fartölvur virkar out of the box í SuSE. Centrino er out of the box. Þessir 2 punktar er djöfuls leiðindi að fá í gang veit ég í t.d. fedora nema maður kunni á kerfið og sé tilbúinn að recompile-a kernelinn. Það er skref sem enginn á að þurfa að gera! :)
Mæli með þessari grein fyrir áhugasama:
Fedora core 3 vs suse 9.2[osnews]kv Regz
ps. Annars er debian málið. Knoppix installer fyrir rookies!