Ég var að reyna að leysa power vandamál hjá mér á lappanum (var að setja upp Ubtuntu). Nefninlega ég gat aldrei slökkt á vélinni, hún slökkti á sér en restartaði sér síðan strax aftur.
Eftir að hafa lesið ubuntu forums þá komst ég að því að vandamálið mitt líktist því sem menn hafa leyst með þvi að setja acpi=off og apm=off í /boot/grub/menu.lst og setja amp í /etc/modules. Þetta lagaði power vandamálið og ég var svaka happy nema að þegar ég starta vélinni með þessum breytingum þá virkar hvorki þráðlausa kortið né músin í usb tenginu.
Hvað er til ráða?